Havana Appollo

Árið 1970 vann drykkur Jónasar Þórðarsonar Appolo 13 kokkteilkeppni Barþjónafélags Íslands og nafnið að sjálfsögðu undir áhrifum frá hinni misheppnuðu tunglferð Appolo 13 sem löngu síðar varð að kvikmynd með þeim Tom Hanks, Gary Sinise og Kvein Bacon.

Veronika á Silfri hefur djassað þennan gamla verðlaunadrykk aðeins upp og svona lítur hennar útgáfa út:

3 cl. Havana Club ljós
2 cl. Parfait Amour DeKuyper
1 cl. Bananalíkjör DeKuyper
Safi úr ½ sítrus ávexti, t.d. lime
Hristur
Fyllt með sprite
Skreyting: sítrus- sneið, kirsuber, rör og hræripinni

Deila.