Pornstar Martini

Þessi flotti kokkteill með vafasama nafnið var upprunalega búinn til í Englandi en nýtur nú gífurlegra vinsælda á meginlandi Evrópu enda hörkugóður, þótt deila megi um nafnið. Hér í útgáfu Fleur hjá Che Group í Rotterdam.

  • 5 cl af ástaraldinsávexti (passion fruit), ca eitt ástaraldin
  • 3,5 cl Absolut Vodka
  • 1,5 cl De Kuyper Passionfruit eða Passoa
  • 2 cl vanillusíróp

(það er líka hægt að skipta út sírópinu ef þið eigið vanilluvodka og nota þá 3 cl af því og 1,5 cl af venjulegu sykursírópi)

Setjið allt í hristara ásamt klaka. Hristið vel og hellið í Martini-glas. Skreytið með hálfum ástaraldins-ávexti sem er látinn fljóta ofan á.

Hefð er fyrir því að bjóða með skot af kampavíni eða Prosecco við hliðina á Pornstar Martini og dreypa svo á til skiptis.

 

Deila.