Chateau de la Ragotiere Muscadet Sevre et Maine Selection Vieilles Vignes 2007

Muscadet hvitvínin eru framleidd í vesturhluta Loire-dalsins í Frakklandi í grennd við borgina Nantes og þau bestu eru frá undirsvæðinu Muscadet Sevre et Maine. Þrúgan sem Muscadet-vín eru framleidd úr heitir Melon de Bourgogne.

Þetta eru mjög þurr vín og grösug, þeir sem eru að leita að ávaxtabombum verða að fara annað. Á móti kemur að með sjávarréttum eru þetta alveg hreint frábær vín, ekki síst með skelfisk á borð við humar, rækju og hörpuskel. Allra best eru þau með ostrum.

Chateau de la Ragotiere Muscadet Sevre et Maine Selection Vieilles Vignes 2007 hefur skarpa angan, sítrus,græn epli og steinefni, létt, allt að því perlandi í munni með þægilegu lime-sítrusbragði.

2.189 krónur

 

Deila.