Sunrise Chardonnay 2008

Sunrise er ein af ódýrari línunum frá chilenska vínrisanum Concha y Toro. Enn og aftur sýnir þetta fyrirtæki hins vegar að það hefur náð ansi góðum tökum á því að framleiða vel frambærileg vín í miklu magni.

Sunrise Chardonnay 2008 er létt og mjúkt hvítvín, það er ekki mjög afgerandi en á móti snoturt og stílhreint og í raun hnökralaust, sem er ekki sjálfgefið í þessum verðflokki. Mildur sítrus, með ríkjandi greipávexti, mjúkt með þægilegum og léttum ávexti og sýru.

Sem fordrykkur eða með kjúklingaréttum.

1.499 krónur sem er gott verð miðað við gæði og tryggir víninu þriðju stjörnuna.

 

Deila.