Appletic Martini

 Eplin eru í aðalhlutverki í þessum frísklega kokkteil sem við skreytum með fallegum eplaskífum.

1 lítil eplasneið

3 cl Koskenkorva Vodkva

2 cl eplasafi

2 cl De Kuyper Sour Apple

1,5 cl kanilsíróp

2 cl nýkreystur lime-safi

Merjið eplið í glasi kokkteilhristarans. Hristið  vodka, líkjör, safa og síróp saman ásamt klaka í kokkteilhristaranum. Hellið í Martini-glas. Skreytið með rauðum eplaskífum.

Það er einnig hægt að nota ljóst romm í þennan kokkteil.

Deila.