Deinhard Riesling 2008

Þetta Riesling-vín frá Rheinhessen í Þýskalandi kemur svolítið skemmtilega á óvart. Það hefur alls ekki mjög áberandi einkenni af þýskum Riesling en er engu að síðu hið aðgengilegasta og þægilegasta vín miðað við verð.

Deinhard Riesling Rheinhessen 2008 einkennist af björtum og ferskum ávexti, ferskjum, apríkósum, sítrus og rauðum, þroskuðum eplum. Vínið hefur þó nokkura sætu, er þó langt í frá að vera væmið og hefur nægjanlega ferska sýru til að koma í veg fyrir að sætan nái yfirhöndinni.

Fyrir 1.699 krónur eru þetta bara ansi góð kaup í dag. Vel kælt sem léttur fordrykkur.

 

Deila.