Fusilli í mildri rjómasósu

Sveppir, furuhnetur, tómatar, steinselja og beikon gefa þessum rétti bragð og rjóminn gerir sósuna mjúka og milda.

  • 150 grömm beikon, skorið í bita
  • 300 grömm sveppir, niðursneiddir
  • 1 dl furuhnnetur
  • 3 dl matreiðslurjómi
  • 1 dós tómatar
  • 1 steinseljubúnt, saxað
  • smjör
  • 500 g fusilli
  • Parmesan-ostur

Bræðið smjör á lpönnu, steikið beikon og sveppi þar til sveppirnir hafa tekið á sig gullinbrúnan lit. Bætið furuhnetunum á pönnuna og steikið þar til þær ristaðar. Setjið þá tómatana á pönnuna og loks rjómann. Hrærið öllu vel saman og látið malla þar til sósan er orðin þykk og fín, fimm til átta mínútur. Saltið og piprið eftir smekk. Bætið loks söxuðu steinseljunni við og blandið sósunni saman við pastað.

Berið fram með nýrifnum Parmesan-osti.

Deila.