Cono Sur Pinot Noir 2008

Cono Sur hefur markað sér sess sem eitt af framsæknari vínhúsum Chile. Það varð fyrsta vínhúsið í Chile til að tappa vínum á flöskur með skrúfutappa og hefur verið leiðandi í Chile í framleiðslu á vínum úr þrúgunni Pinot Noir.

Þetta er all flókin og flottur Pinot Noir fyrir verðflokkinn. Reykur, þurr, svolítið beisk kirsuberjaangan, jarðaberjasulta og dökkt súkkulaði. Mjúkt í munni og þægilegt.

Með grilluðum kjúkling eða svínakjöti.

1.795 krónur.

 

Deila.