101 Vanilla Espresso

Þessi kaffidrykkur er af kokteilseðli 101 og höfundur drykkjarins Einar Valur Þorvarðarson.

  • 1 espressobolli
  • 2 cl Carolans rjómalíkjör
  • 1 cl Kahlúa
  • 1 cl Absolut Vanilla
  • dass af vanillusírópi (1 cl)

Setjið klaka í kokteilhristara og byrjið á því að setja rjómalíkjörinn, Kahlúa og vodka í hristarann. Bætið við kaffibollanum og hristið vel. Passið ykkur á að hella kaffinu ekki fyrst í hristarann. Heitt kaffið bræðir klakana of hratt og drykkurinn verður því of vatnskenndur.  Hellið í Martini glas. Skreytið með rjómatoppi og kaffibaunum.

Deila.