Los Condes Gran Reserva 2001

Það er ekki oft sem vín frá Pla de Bages-héraðinu í Katalóníu reka á fjörur okkar. Þetta litla svæði er rétt við borgina Barcelona og einungis um handfylli framleiðanda rækta þar vín. Vínhúsið Bodegas Roqueta er í þeim hópi og þetta vín er blanda úr þrúgunum Tempranillo og Cabernet Sauvignon.

Los Condes Gran Reserva 2001 hefur töluverðan þroska, sæt angan af vanillu og eik svífur yfir þykkan sultukenndan ávöxt þar sem jarðarber og plómur eru áberandi. Það er sömuleiðis töluverð jörð í angan vínsins og jafnvel málmkenndur leir. Það hefur góða fyllingu og föst en mjúk tannín.

1.990 krónur. Góð kaup.

 

Deila.