Santa Digna Cabernet Sauvignon Reserve 2005

Spánverjinn Miguel Torres hóf á sínum tíma umbyltingu vínframleiðslunnar í Chile er hann setti á laggirnar fyrstu nútímalegu víngerðina í landinu. Enn í dag er vínhús hans, Santa Digna, í fremstu röð.

Þetta er rauðvín úr þrúgunni Cabernet Sauvignon sem árum saman hefur verði ein sú traustasta í chilenskri vínframleiðslu. Farið að mýkjast og þroskast, enda fimm ára gamalt, með þægilega angan af sólberjum, eik og myntu, aðeins kryddað og grænar paprikur gægjast í gegn. Í munni hefur vínið með árunum runnið vel saman í góðan bragðmassa með örlitlum tannínum og lakkrís í lokin.

Vín fyrir grillkjöt, jafnvel svolítið sterkkrydduðu.

2.249 krónur.

 

Deila.