Feðgar sigursælir í kaffikeppni

Feðgarnir Carlos og Tumi Ferrer voru sigursælir þegar kept var í gerð kaffidrykkja í Hugmyndahúsi háskólanna um síðustu helgi.

Keppnin “Kaffi í góðum Vín-anda” var þá haldin í fjórða sinn og fer sigurvegarinn Carlos Ferrer til London í sumar og keppir á heimsmeistaramótinu sem nefnist, Coffee in good Spirit 2010.

Keppnin gengur hún útá að gera útbúnir eru 2 hefðbundnir Irish Coffee drykkir, og 2 áfengir kaffidrykkir fyrir 2 útlits og tæknidómara og 2 bragðdómara.

Má nota hvaða áfengi sem er, þó svo að ætlast sé til þess að írst viský sé notað í Irish Coffee drykkina. Þessi keppni var upprunalega sett á laggirnar til til þess að bjarga Irish Coffee drykknum frá glötun.

Einnig var haldin keppni um besta Kahlua/kaffidrykkinn árið 2010. Þetta er í annað sinn sem Mekka og Kaffibarþjónafélag Íslands standa að þessari keppni og sigraði Tumi Ferrer að þessu sinni. Þessi keppni gengur útá að útbúnir eru 2 eintök af sama drykk og lagt fyrir 2 útlitsdómara og 2 bragðdómara. Kahlua og kaffi eru einu hráefnin sem eru skylda, annað eru undir hverjum og einum keppanda komið.

Carlos Ferrer er grunnskólakennari við Sunnulækjarskóla í Selfossi, auk þess sem hann er stundakennari á Menntasviði Háskóla Íslands. Hann er einlægur áhugamaður um kaffi og naut dyggrar aðstoðar frá Kristínu Ingimarsdóttur, kaffibarþjóni hjá Kaffitár. Hann hampaði titlinum Íslandsmeistari í Kaffi í góðum vínanda nú á dögunum, en keppnin felst í gerð á áfengum kaffidrykkjum; annars vegar á stöðluðum Irish Coffee og hins vegar drykk eftir frjálsri uppskrift.

Tumi Ferrer, sonur hans, hefur unnið á Kaffitári með skóla frá því um haustið 2006 og varði í febrúar titilinn sinn Íslandsmeistari í Fagsmökkun á kaffi. Að auki var hann í Landsliði kaffibarþjóna 2009 og var í íslenska keppnisliðinu seinasta haust þegar Norðurlandamót kaffibarþjóna (Nordic Barista Cup) var haldið hér á Íslandi. Hann er nú nemi í ritlist við Háskóla Íslands og hefur lagt hönd á plóg í skipulagsnefndinni með öðru góðu fólki í Kaffibarþjónafélagi Íslands, að skipuleggja atburði eins og seinustu Íslandsmót.

Þeir keppa hvor í sinni greininnií heimsmeistarakeppni sem haldin verður í London dagana 23.-25. júní.

Deila.