Mojito-keppni Mekka

Mekka og Íslensk-Ameríska stóðu á dögunum fyrir stórri vörusýningu á Grand Hotel þar sem margt af því besta sem fyrirtækin bjóða upp á í mat og drykk var kynnt. Samhliða þessu var keppt í gerð Bacardi Mojito og var mikil handagangur í öskjunni þegar barþjónar landsins kepptust við að setja þann besta saman.

Þegar upp var staðið reyndust eftirfarandi barþjónar hlutskarpastir:

1. Ágúst Kristmanns frá Vegamótum

2. Stefán Bjartur Runólfsson frá Thorvaldsen Bar

3. Þorlákur Sveinsson frá Kringlukránni

Deila.