Lambafile með kryddjurtum

Þetta er einföld aðferð til að gefa lambafilé aukið bragð. Það þarf ekki að marinera kjötið svo klukkutímunum skiptir heldur byrjum við bara beint að grilla.

  • Lambafile – 1 á mann
  • 4 msk Dijon-sinnep
  • Saxað rósmarín, steinselja og t.d. timjan eða oregano. Samtals um ein lúka.

Hreinsið fituna af kjötinu. Veltið upp úr olíu, saltið og piprið. Grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið.

Setjið sinnepið í stóra skál. Takið kjötið af grillinu og veltið upp úr sinnepinu í skálinni. Sáldrið kryddjurtunum yfir kjötið báðum megin og setjið aftur á grillið. Grillið í 1-2 mínútur hvorum megin.

Berið fram með bökuðum eða grilluðum kartöfluskífum, kaldri graslaukssósu og klettasalati.

Deila.