Faustino VII Blanco 2008

Flestir þekkja líklega Faustino fyrir rauðu Rioja-vínin sem fyrirtækið framleiðir. Það framleiðir hins vegar einnig ágætis hvítvín og freyðivín.

Þetta hvítvín er gert úr spænsku þrúgunni Viura. Það er fremur létt og nokkuð hlutlaust með mildum tónum af gulum eplum, perum og sítrónu en einnig blómum. Þurrt og þægilegt sumarvín fyrir sólríka daga.

1.499 krónur. Góð kaup.

 

Deila.