Pasqua Montepulciano d Abruzzo 2008

Þetta er ódýrt vín frá Pasqua úr Montepulciano-þrúgunni frá Abruzzo á Ítalíu sem kemur skemmtilega á óvart miðað við verðmiðann. Kröftugt og karlmannlegt, ekki fínslípað og áferðarfagurt, svona dæmigert ítalskt bændavín.

Í nefinu kirsuber, þroskaðar plómur, reykur og ryk, tannískt og þurr sedrusviður í lokin.

Vel gert og hentar einstaklega vel með ítölskum pastaréttum, ekki síst ef tómatur er notaður í sósunni, t.d. eins og í Spaghetti Bolognese.

2.850 krónur fyrir 1,5 lítra eða sem samsvarar 1.425 krónur á 75 cl. Góð kaup.

 

Deila.