Ferrari Maximum Brut

Ferrari-freyðivínin frá Trentino á Norður-Ítalíu eru yfirleitt talin einhver þau bestu á Ítalíu. Guilio Ferrari stofnaði víngerðarina árið 1902 og frá upphafi voru öll vínin framleidd með hinni hefðbundnu kampavínsaðferð, sem byggist á því að kolsýrugerjunin á sér stað á flösku.

Vínhúsið var ekki stórt en mjög virt. Ferrari hafði kynnst kampavínsframleiðslu í Epernay í Frakklandi og taldi að Chardonnay-þrúgan myndi sóma sér vel á  heimaslóðum hans í Trentino. Ársframleiðslan var um 9000 flöskur þegar Lunelli-fjölskyldan keypti það á sjöunda áratug síðasta aldar.

Ferrari Maximum Brut er hið sígilda flaggskip Lunelli-fjölskyldunnar. Hreint Chardonnay-freyðivín, tært og brakandi ferskt. Ristað brauð, ger, brioche og hnetur í nefi. Frábærlega uppbyggt, stendur góðum kampavínum ekkert að baki en kostar töluvert minna.

3.990 krónur

 

Deila.