Frönsk súkkulaðimús

Þetta er ekta frönsk súkkulaðimús eða mousse au chocolat af gamla skólanum og byggist á flóknu samspili eggja og súkkulaðis. Handtökin eru vissulega nokkur en útkoman er vel þess virði.

  • 200 g dökkt súkkulaði (70% kakó)
  • 4 egg, skiljið að rauðurnar og hvíturnar
  • 0,5 dl dökkt romm
  • 0,5 dl dökkt kaffi
  • 2 dl sykur
  • 100 smjör
  • 1/4 tsk Cream of Tartar
  • klípa af salti
  1. Bræðið súkkulaði og romm saman í vatnsbaði. Geymið
  2. Setjið eggjarauður í skál og pískið þangað til að þær eru orðnar ljósar og léttar.
  3. Setjið kaffið og sykurinn í pott og hitið á miðlungshita þar til að sykurinn hefur bráðnað. 4-5 mínútur.
  4. Hellið kaffiblöndunni smám saman í langri, mjórri bunu í skálina með eggjarauðunum og pískið stöðugt í á meðan.
  5. Setjið skálina í vatnsbað og hitið upp. Pískið stöðugt í blöndunni þar til að hún er orðinn þykk sem rjómi. 7-9 mínútur.
  6. Setjið blönduna í hreina skál og þeytið með rafmagnsþeytara í 3-4 mínútur á meðan hún er að kólna.
  7. Þeytið saman smjörið og súkkulaðið. Blandið vandega saman við eggjarauðurnar með sleif. Geymið.
  8. Setjið eggjahvíturnar í skál og þeytið með rafmagnsþeytara. Þegar þær eru orðnar froðukenndar er saltinu og Cream of Tartar bætt við. Stífþeytið eggjahvíturnar.
  9. Blandið um fjórðungi af eggjahhvítunum mjög varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju. Blandið afgangnum af eggjahvítunum saman við.
  10. Setjið í eina stóra skál eða 4-6 litlar. Kælið í ísskáp í a.m.k. þrjár klukkustundir áður en súkkulaðimúsin er borin fram.
  11. Setjið smá þeyttan rjóma á hverja skál áður en hún fer á borðið.

 

Deila.