Þetta er ekta frönsk súkkulaðimús eða mousse au chocolat af gamla skólanum og byggist á flóknu samspili eggja og súkkulaðis. Handtökin eru vissulega nokkur en útkoman er vel þess virði.
- 200 g dökkt súkkulaði (70% kakó)
- 4 egg, skiljið að rauðurnar og hvíturnar
- 0,5 dl dökkt romm
- 0,5 dl dökkt kaffi
- 2 dl sykur
- 100 smjör
- 1/4 tsk Cream of Tartar
- klípa af salti
- Bræðið súkkulaði og romm saman í vatnsbaði. Geymið
- Setjið eggjarauður í skál og pískið þangað til að þær eru orðnar ljósar og léttar.
- Setjið kaffið og sykurinn í pott og hitið á miðlungshita þar til að sykurinn hefur bráðnað. 4-5 mínútur.
- Hellið kaffiblöndunni smám saman í langri, mjórri bunu í skálina með eggjarauðunum og pískið stöðugt í á meðan.
- Setjið skálina í vatnsbað og hitið upp. Pískið stöðugt í blöndunni þar til að hún er orðinn þykk sem rjómi. 7-9 mínútur.
- Setjið blönduna í hreina skál og þeytið með rafmagnsþeytara í 3-4 mínútur á meðan hún er að kólna.
- Þeytið saman smjörið og súkkulaðið. Blandið vandega saman við eggjarauðurnar með sleif. Geymið.
- Setjið eggjahvíturnar í skál og þeytið með rafmagnsþeytara. Þegar þær eru orðnar froðukenndar er saltinu og Cream of Tartar bætt við. Stífþeytið eggjahvíturnar.
- Blandið um fjórðungi af eggjahhvítunum mjög varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju. Blandið afgangnum af eggjahvítunum saman við.
- Setjið í eina stóra skál eða 4-6 litlar. Kælið í ísskáp í a.m.k. þrjár klukkustundir áður en súkkulaðimúsin er borin fram.
- Setjið smá þeyttan rjóma á hverja skál áður en hún fer á borðið.