Eagle Crest Chenin Blanc Chardonnay Viognier 2008

Þetta suður-afríska hvítvín frá Swartland norður af Höfðaborg er blanda úr þremur frönskættuðum þrúgum, þeim Chardonnay, Chenin Blanc og Viognier. Svolítið óvenjuleg blanda.

Vínið er töluvert milt miðað við 14 prósentin sem það sýnir í áfengi og angan þess einkennist af ferskjum, kívi og hitabeltisávöxtum. Vínið sýnir raunar meira í munni en nefi, þægilegur ávöxtur og mild krydduð áferð.

2.090 krónur.

 

Deila.