Hnetusmjörskökur

Það er amerískur fílingur í þessari smákökuuppskrift enda notum við hnetusmjör í hana.

4 dl hveiti

1,5 dl sykur

1 dl púðursykur

1 dl smjör

1,5 dl hnetusmjör

1/2 dl mjólk

1 egg

1 tsk vanilludropar

1 tsk matarsódi

Dökkt súkkulaði

Hitið ofninn í 200 gráður.

Hrærið allt saman og mótið í litlar kúlur. Veltið kúlunum upp úr sykri og raðið á plötu. Þessi uppskrift gefur um tvær plötur.

Bakið kökurnar í rétt rúmar tíu mínútur.

Skerið súkkulaðið niður í litla bita og stingið þeim ofan í kökurnar þegar þær koma út úr ofninum.

 

Deila.