Pistasíumarsipan

Þetta er virkilega gott marsipankonfekt með möndlum, möndlulíkjör og pistasíum.

100 g möndlur

60 g pistasíur (ósaltaðar)

250 g marsipan

40 g hunang (ekki fljótandi)

1 væn matskeið De Kuyper Amaretto

Skolið möndlurnar vel með vatni, setjið á bökunarplötu og þurrkið í ofni við 100 gráðu hita í tíu mínútur.

Blandið saman helmingnum af möndlunum og helmingnum af pistasíuhnetunum og brytjið gróft. Myljið hinn helminginn af hnetunum og pistasíunum niður fínt með hníf.

Blandið hnetunum saman við hunang og Amaretto. Skerið marsipanið niður og blandið saman við hnetumassan. Hnoðið þetta vel saman og fletijð síðan út í rúmlega sentimetersþykkan ferning.

Skerið deigið niður í 2,5 sm breiðar lengjur. Skerið síðan langsum þannig að úr verði litlir ferningar.

Látið þorna í um 3 klukkustundir.

Bræðið dökkt súkkulaði og dýfið helmingnum af ferningunum ofaní. Bræðið næst hvítt súkkulaði og dýfið hinum helmingnum af ferningunum ofaní.

Skreytið með súkkulaðiröndum og niðurskornum pistasíuhnetum.

Deila.