Gammeldansk-síld

Hér kemur uppskrift að hinni einu sönnu Gammaldansk-síld sem er uppáhald margra.

Byrjið á því að útbúa síldarlög.

Í heitan síldarlöginn er síðan bætt 3 til 4 msk Gammeldansk og 6 til 8 matarlímsblöðum. Lögurinn síðan kældur. Kryddsíld er þerruð og raðað í djúpt fat. Áður en lögurinn stífnar er honum hellt yfir síldina.

Gæta þarf þess að bitarnir fljóti ekki upp. Kælt.

Borið fram með rúgbrauði/maltbrauði og vorlauk eða púrrulauk (nota má lauk eftir smekk).

Deila.