Sambuca trufflur

Hvítt súkkulaði og ítalski anis-líkjörinn Sambuca eru grunnstoðirnar í þessum hvítu trufflum.

250 g hvítt súkkulaði

1,5 dl rjómi

30 g smjör

75 g marsipan, rifið

1/2 dl Luxardo Sambuca

Hitið rjómann upp að suðu og bræðið hvíta súkkulaðið og smjörið saman við. Blandið rifnu marsipaninu og líkjörnum saman við. Hellið í ílát og geymið í kæli yfir nótt.

Mótið trufflurnar með tveimur teskeiðum og veltið þeim upp úr kókosflögum eða hjúpið með bráðnu súkkulaði.

Geymið í kæli eða frysti.

Deila.