Pavlova

Pavlovan er líklega einhver vinsælasta marengs-kaka heims og þessi uppskrift að Pavlovu með vanillurjóma er klassísk. Þótt nafnið sé rússneskt þá er talið að rekja megi sögu hennir til Suðurhafsins og að hún hafi fyrst verið bökuð á Nýja-Sjálandi til heiðurs rússnesku ballerínunni Önnu Pavlovu þegar hún dansaði þar á þriðja áratug  síðustu aldar.

Hún er sérstaklega vinsæl í hinum engilsaxneska heimi og er meðal vinsælustu réttum á hátíðarborðum á Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Marengsins á að vera stökkur að utan og mjúkur að innan og kakan skreytt með litríkum ávöxtum.

Botninn:

  • 4  eggjahvítur
  • 200 g sykur
  • 1 tsk borðedik
  • ½ tsk kartöflumjöl

Vanillurjómi:

  • 2,5 dl  rjómi
  • 1,5 tsk sykur
  • ½ tsk vanilludropar
  • Ávextir, t.d. hindber, jarðarber, bláber kíví

Aðferð:

Hitið ofninn í 130 gráður

Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykrinum saman við og stífþeytið á nýjan leik. Blandið ediki og kartöflumjöli varlega saman við með sleif eða sleikju.

Setjið bökunarpappír á plötu og teiknið hring sem er 18 sm að þvermáli. Mótið eggjahvíturnar innan hringsins með sleikju.

Bakið í  eina klukkustund og fimmtán mínútur. Slökkvið ofninum og leyfið botninum að kólna í ofninum.

Þeytið rjómann og bætið vanilludropunum saman við.

Smyrjið rjómanum á botninn og skreytið með ávöxtunum.

Deila.