Þetta er klassískt georgískt brauð sem mjög gott er að bera fram við upphaf máltíðar.
- 2 bollar hveiti
- 1 pakki þurrger
- 2/3 dl vatn
- 1 egg
- smjör
- 1 poki rifinn Mozzarella
- Salt, pipar, kóríanderkrydd
Blandið klípu af salti saman við hveitið. Leysið gerið upp í volgu vatninu. Hnoðið í deig. Bætið egginu saman við. Látið hefast í klukkustund. Sláið deigið niður og látið hefast í aðra klukkustund.
Fletjið deigið út og setjið yfir bökuform. Hafið deigið nokkuð stærra en formið þannig að það nái vel yfir kantana. Smellið poka af mozzarella út í, kryddið með smá salti, pipar og kóríander. Setjið litlar smjörklípur yfir ostinn. Skerið deigið sem stendur út af í ræmur og leggið yfir þannig að það loki brauðinu að mestu. Það á þó að sjást hér og þar i ostinn.
Bakið við 250 gráður i 10mín.
Ómissandi til dæmis í glæsilegri georgískri veislu.