Vín sem kallar sig Jam Jar eða „sultukrukkann“ er ekki að taka sig mjög hátíðlega. Það er líka mikið af því sem Bretar myndu kalla „tongue in cheek“ við þetta vín, eða að minnsta kosti sniðug markaðssetning. Sætur, suður-afrískur Shiraz í flösku sem minnir á sultukrukku.
Jam Jar hefur ekki síst notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum á síðustu misserum. En hvernig er vínið? Það er ekki mikil angan í nefi, soðinn ávöxtur og smá krydd, í munni mjög sætt en samt ekki væmið, með lyng- og kryddtónum og rifsberjasultu. Það er hins vegar spurning með hverju svona vín passar. Reynið með hamborgara eða kjúkling löðrandi í sætri BBQ-sósu og dæmið gæti gengið upp.
1.889 krónur.