Þetta er sumarlegt salat sem er tilvalið með grillmatnum. Það er best að nota ferska maísstöngla en það er líka hægt að nota niðursoðinn maís.
- 2 stórir, heilir maísstönglar
- 3 tómatar
- 1 búnt vorlaukur
- 1/2 gúrka
- 1 lítill laukur
- 3-4 msk sýrður rjómi (10%)
- 1 msk Dijon-sinnep
- 1 msk rauðvínsedik
- 2 tsk þurrkað basil
- salt og pipar
Bakið eða grillið maísstönglana. Skafið síðan kornin af stönglunum. (Það er líka hægt að nota niðursoðin maís).
Skerið tómatana í tvennt. Kjarnhreinsið og saxið fínt.
Saxið vorlaukinn fínt. Saxið laukinn fínt. Skerið gúrkuna í litla bita.
Setjið allt í salatsskál.
Pískið saman sýrða rjómann, sinnep, rauðvínsedikið og basilkryddið. Bragðið til með salti og pipar. Blandið saman við grænmetið.
Geymið í kæli þar til bera á fram.