Þetta er ferskt salat þar sem sætt hunangið leikur við sýruna úr lime og chilipipar gefur smá hita. Þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir sterkum kryddum geta minnkað chilimagnið eða sleppt því.
Hráefni:
- 1/2 lítill kálhaus
- 1/2 grænn chilibelgur, fræhreinsaður og fínsaxaður
- 1/2 rauðlaukur fínsaxaður
- lúka af fínsöxuðum kóríander
- 2 msk hunang
- 2 msk ólífuolía
- safi úr 1/2 líme
- salt og pipar
Aðferð:
Setjið kálið í matvinnsluvél og saxið varlega niður. (notið pulse). Leysið hunangið upp í limesafanum í salatskálinni. Bætið ólífuolíunni saman við. Saltið og piprið. Blandið öðrum hráefnum vel saman við.
Geymið í ísskáp þar til salatið er borið fram.
Hentar vel með grillkjöti og tilvalið að nota Kartöflusalat frá Suðvesturríkjunum samhliða.