Þjóðir Miðjarðarhafsins grilla gjarnan grænmetið og nú er rétti tíminn til að leika það eftir. Leikið ykkur að litunum og notið grænan og gulan kúrbít og blandið saman litunum á paprikunum.
Hráefni:
- 2 kúrbítar
- 2 paprikur
- 2 rauðlaukar
- fínsaxað óreganó
- fetaostur
- svartar ólífur
- salt og pipar
- ólífuolía
Kryddlögur:
- Safi úr 1/2 sítrónu
- 1/2 dl ólífuolía
- 3 pressaðir hvítlauksgeirar
Skerið kúrbítinn í um 1/2 sm sneiðar á lengdina. Skerið rauðlaukinn í um 1/2 sm skífur. Kjarnhreinsið paprikuna og skerið niður í 4-6 báta.
Blandið saman við kryddlöginn í stórum „ziploc“ eða frystipoka og látið grænmetið blandast við kryddlöginn í um 30 mínútur.
Grillið grænmetið þar til að það hefur tekið á sig góðan lit.
Setjið á fat, sáldrið söxuðum fetaosti, fersku óreganó og svörtum ólífum yfir. Hellið hressilega af góðri ólífuolíu yfir og kryddið með Maldon-salti og nýmuldum pipar eftir smekk.
Berið fram sem forrétt eða meðlæti með grilluðu lambakjöti.