Grillað grænmeti að hætti Grikkja

Þjóðir Miðjarðarhafsins grilla gjarnan grænmetið og nú er rétti tíminn til að leika það eftir. Leikið ykkur að litunum og notið grænan og gulan kúrbít og blandið saman litunum á paprikunum.

Hráefni:

  • 2 kúrbítar
  • 2 paprikur
  • 2 rauðlaukar
  • fínsaxað óreganó
  • fetaostur
  • svartar ólífur
  • salt og pipar
  • ólífuolía

Kryddlögur:

  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1/2 dl ólífuolía
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar

Skerið kúrbítinn í um 1/2 sm sneiðar á lengdina. Skerið rauðlaukinn í um 1/2 sm skífur. Kjarnhreinsið paprikuna og skerið niður í 4-6 báta.

Blandið saman við kryddlöginn í stórum „ziploc“ eða frystipoka og látið grænmetið blandast við kryddlöginn í um 30 mínútur.

Grillið grænmetið þar til að það hefur tekið á sig góðan lit.

Setjið á fat, sáldrið söxuðum fetaosti, fersku óreganó og svörtum ólífum yfir. Hellið hressilega af góðri ólífuolíu yfir og kryddið með Maldon-salti og nýmuldum pipar eftir smekk.

Berið fram sem forrétt eða meðlæti með grilluðu lambakjöti.

 

Deila.