Ricotta

Ferskosturinn Ricotta er mikið notaður í ítalskri matargerð og getur skotið upp kollinum í jafnt forréttum, aðalréttum sem eftirréttum. Það er ekki hægt að ganga að Ricotta vísum í íslenskum verslunum en það kemur ekki að sök. Það er lítið mál að gera heimalagaðan Ricotta.

Það er hægt að fara nokkrar leiðir að því að gera Ricotta. Stundum er notað edik en það hefur gefist okkur best að nota súrmólk til að fá sýruna í bland við mjólkina.

Það eina sem þarf er 1 lítri af mjólk og 1 lítri af súrmjólk ásamt klípu af salti.

Blandið þessu saman í þykkum potti og hitið hægt og rólega upp. Hrærið í á meðan. Mjög fljótlega fer mjólkin að skilja sig og það myndast þykkir kekkir, sem er ferskosturinn okkar. Þegar mjólkurblandan nær um 80 gráðum er slokkt á hitanum. Það er um það bil þegar óbærilegt er orðið að stinga puttanum ofan í vökvann.

Síið í gegnum grisjuklút (cheesecloth) og látið allan vökva leka af. Þessir tveir lítrar af mjólk/súrmjólk gefa rúm 300 g af Ricotta.

Notið strax eða geymið í ísskáp í 4-5 daga.

Deila.