Hvítlaukspizza

Hvítlaukspizza er kannski ekki heil máltíð en frábær til að hafa með öðrum smáréttum – eða þá bara til að narta í á meðan maður klárar fleiri pizzur með öðru áleggi.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • 50 g smjör
  • 3-4 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 poki rifinn Mozzarella
  • óreganó
  • klípa af Maldon salti

Hitið ofninn í 250 gráður.

Fletjið deigið út. Bræðið smjörið og blandið hvítlauknum og salti saman við. Dreifið smjörinu yfir pizzuna. Sáldrið óreganó yfir. Dreifið ostinum yfir.

Bakið þar til pizzan er stökk og osturinn bráðnaður.

Deila.