Pujol Originel 2009

Pujol Originel eru ekki einungis lífrænt ræktuð vín heldur er sjálf víngerðin eins náttúruleg og kostur er á og til að mynda engu súlfati bætt saman við vínin. Vín verða þó aldrei súlfatlaus þar sem þau eru að finna náttúrulega í þrúgunum.

Vínið kemur frá vínhúsinu Domaine de la Rourede í Rousillon í Suður-Frakklandi, en það hefur verið í eigu Pujol-fjölskyldunnar frá því á átjándu öld.

Árgangurinn 2009 er blanda til helminga úr þrúgunum Syrah og Carignan. Dökk berjaangan, mjög kryddað, lakkrís, vindlatóbak, kryddjurtir. Kröftugt en milt í munni, ávaxtasæta, mild tannín.

2.599. Góð kaup.

 

 

Deila.