Kalkúnabringa með kryddjurtum

Það vex mörgum í augum að elda heila kalkún. Oft er nóg að nota bara eina bringu fyrir venjulega fjölskyldu. Hér er einföld og góð uppskrift að kalkúnabringu með kryddjurtum.

  • 1 kalkúnabringa
  • safi úr hálfri sítrónu
  • 2 msk sojasósa
  • 2 vorlaukar, saxaðir smátt
  • 3 msk fínsöxuð fersk salvía eða 1 msk þurrkuð
  • 1 msk ferskt eða 1 tsk þurrkað marjoram
  • 1 msk ferkt eða 1 tsk þurrkað timjan
  • 75 g smjör
  • salt og pipar

Bræðið smjörið í potti. Blandið sítrónusafa, sojasósu, vorlauk og kryddjurtum saman við.
Setjið kalkúnabringuna í eldfast mót. Saltið og piprið. Hellið smjörblöndunni yfir.
Eldið í 180 gráðu heitum ofni í um 45 mínútur eða þar til bringan er fullelduð. Snúið bringunni við og  veltið upp úr vökvanum þegar 20 mínútur eru liðnar.

Berið fram með kartöflumús og fersku salati

Deila.