Humar á smjördeigsbeði

Hér er humarinn eldaður með gamla góða laginu, klassískur í rjómasósu og borinn fram á smjördeigskodda.

Fyrir 6

  • 24 humarhalar, skelflettir og hreinsaðir
  • 1 pakkning smjördeig
  • 1 tsk chiliflögur
  • 3 skalottulaukar, mjög fínt saxaðir
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 1 msk Dijon-sinnep
  • 3 dl rjómi
  • 1 eggjarauða
  • Steinselja, fínsöxuð

Skerið smjördeigið í sex ferninga og bakið.

Þeytið helminginn af rjómanum og geymið.

Hitið smjör á pönnu og mýkið laukinn í nokkrar mínútur. Bætið chiliflögum, hvítlauk og humar saman við. Saltið og piprið. Veltið um á pönnunni í 1-2 mínútur. Hellið óþeytta rjómanum saman við og sjóðið niður um helming. Bætið sinnepi saman við. Bæið þeytta rjómanum og eggjarauðunni út á pönnuna og lækkið hitann. Þykkið sósuna.

Setijð smjördeigskoddana á diska og síðan fjóra humarhala í sósu á hvern kodda. Sáldrið saxaðri steinseljunni yfir.

Gott franskt hvítvín með, t.d. Búrgundarvínið Louis Jadot Chardonnay.

 

 

Deila.