Waldorfsalat

Waldorfsalat er ótrúlegt nokk kennt við Waldorf-hótelið í New York en þar varð þetta sígilda salat fyrst til í lok nítjándu aldar og yfirleitt er gengið út frá því að það hafi verið Oscar Tschirky, veitingastjóri Waldorf til margra ára, eigi heiðurinn af því.

Þetta er útgáfa sem er ekki alveg trú hinu upprunalegu salat. Hneturnar bættust ekki við fyrr en á síðustu öld og þegar líða tók á hana fóru líka margir að skipta majonesi út fyrir jógúrt eða sýrðum rjóma. Salatið á mjög vel við villibráð og hefðbundin íslenskan jólamat. Athugið að hlutföll eru ekki heilög.

  • 2 græn Granny Smith epli
  • 3 sellerístönglar
  • 20 vínber
  • 2 dl valnhnetur
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2 msk majones (má sleppa)

Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita. Skerið sellerí í litla bita. Skerið vínber í tvennt.  Grófhakkið hneturnar. Pískið saman sýrðan rjóma og majones. Blandið öllu saman.

Við mælum með því að nota heimalagað majonnes. Uppskrift af því er hér.

Algengt er að Waldorfsalat sé borið fram í skál þar sem botninn hefur verið þakin með salatblöðum.

Geymið í ísskáp þar til salatið er borið fram.

Ertu að leita að uppskriftum á jólaborðið. Skoðaðu nokkrar af vinsælustu uppskriftunum með því að smella hér.

Deila.