Stokkandarbringur með Teriyaki-sósu

Þessi uppskrift að stokkönd kemur frá Úlfari Finnbjörnssyni og er að finna í hinni frábæru bók hans „Stóru bókinni um villibráð“ sem nýlega kom út.

  • 8 stokkandabringur
  • salt og nýmalaður pipar
  • 2 msk. olía

Kryddið stokkandabringur með salti og pipar og steikið upp úr olíu á vel heitri pönnu í u.þ.b. 1½ mínútu á hvorri hlið. Færið bringurnar inn í 180°C heitan ofn í 3 mínútur. Takið bringurnar úr ofninum og látið standa í 3 mínútur. Setjið bringurnar aftur inn í ofninn í 3 mínútur. Vilji menn hafa bringurnar meira steiktar má enn og aftur setja þær inn í ofninn í 3 mínútur. Skerið bringurnar í fallegar sneiðar og berið fram með sósunni ásamt t.d. kartöflumús og grænmeti.

Stjörnuanísbætt teriyaki-sósa

  • 4-6 anísstjörnur
  • ½ dl sérrí
  • ½ dl sojasósa
  • ½ dl balsamedik
  • 2 dl teriyaki-sósa
  • 1 dl vatn

Setjið allt saman í pott og sjóðið í 4-6 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna.

Deila.