Lax með valhnetum og steinselju

Ofnbakaður lax með blöndu úr ristuðum valhnetum, grilluðum paprikum, steinselju og sítrónu. Það er auðvitað lika hægt að skipta út laxinum fyrir bleikju.

  • 1 laxaflax
  • 2 dl valhnetukjarnar
  • 3 msk grillaðar paprikur úr dós (t.d. Sacla, Ítalía)
  • 1 msk fljótandi akasíuhunang
  • 1 búnt steinselja, fínsöxuð
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 msk rifinn sítrónubörkur
  • klípa af cayennepipar
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Hitið ofn í 180 gráður. Setjið hneturnar á bökunarplötu og ristið í um 8 mínútur. Leyfið að kólna aðeins. Saxið hneturnar og setjið í skál. Blandið sítrónusafa, cayennepipar, paprikunum, helmingnum af steinseljunni, hunangi og um 1 msk af ólívuolíu saman við. Saltið og piprið. Geymið.

Hækkið hitann á ofninum í 200 gráður. Blandið saman 1 msk ólívuolíu, sítrónuberkinum, hinum helmingnum af steinseljunni og smá pipar. Smyrjið laxaflakið með blöndunni.  Eldið í ofni í rétt innan við korter. Skemur ef flakið er lítið.

Setjið á fat og dreifið hnetublöndunni yfir fatið. Berið fram með t.d. hýðishrísgrjónum og grænu salati.

 

 

Deila.