Þetta er dæmigerður norður-afrískur kjúklingur með bragðmikilli kryddaðri sósu þar sem sætar döðlurnar og ristaðar möndlurnar gegna mikilvægu hlutverki.
- 1 kjúklingur, bútaður niður
- 20 skalottulaukar
- 1 1/2 tsk engiferkrydd
- 1 tsk cummin
- 1 tsk turmeric
- 2 kanilstengur
- 1/2 tsk Cayenne pipar
- 7 dl kjúklingasoð
- safi úr 1/2 sítrónu
- 12 döðlur, skornar í tvennt.
- kóríanderbúnt
- 1 lúka möndlur
- couscous
- olía, salt, pipar, hveiti
Saltið og piprið kjúklingabitana. Veltið upp úr um 1 msk hveiti.
Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklngabitana í um tíu mínútur. Takið bitana af pönnunni og geymið.
Afhýðið skalottulaukin og setjið laukana heila á pönnunni. Mýkið á miðlungshita í 5-7 mínútur þar til þeir hafa tekið á sig smá lit. Setjið þá kanilstöngina, cummin, cayenne og túrmerik á pönuna og blandið saman við laukin í um mínútu. Hellið þá kjúklingasoðinu og helmingnum af sítrónusafanum út á. Látið malla í um 10 mínútur. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og látið malla undir loki í um 15 mínútur. Takið lokið af og sjóðið þar til sósan er farin að þykkna. Bætið þá afganginum af sítrónusafanum og döðlunum saman við. Látið malla í 3-4 mínútur.
Eldið couscous samkvæmt leiðbeiningum.
Ristið möndlurnar í 180 g heitum ofni í nokkrar mínútur, þar til þær hafa tekið á sig smá lit. Grófsaxið.
Fínsaxið kóríanderinn.
Setjið couscous á diska. Kjúkling og sósu ofan á. Sáldrið möndlum og kóríander yfir.
Með þessu er gott að hafa ferskt og ávaxtaríkt hvítvín, t.d. Cono Sur Vision Chardonnay frá Chile. .