Valiano Chianti Classico Riserva 2007

Vínið Valiano kemur frá Castelnuovo Berardenga syðst í Chianti. Valiano er stór tog mikið vínhús og eru ekrur þess um 70 hektarar. Það hefur verið í eigu fyrirtækisins Piccini frá 1995.

Þetta vín er fullburða Chianti Classico, farið að toppa í aldri. Dökkar, sultaðar plómur, sýrumikið, nokkuð míneralískt og kryddað. Þetta er kjötvín, tilvalið með góðri nautasteik, t.d. Fiorentina.

2.950 krónur.

 

Deila.