Faiveley Bourgogne Chardonnay 2009

Joseph Faiveley er vínhús sem stofnað var árið 1825 og er enn í eigu Faiveley-fjölskyldunnar. Hún hefur á undanförnum tveimur öldum unnið markvisst að því að kaupa ekrur í Búrgund og á nú ekrur á flestum ræktunarsvæðum héraðsins, alls um 115 hektara.

Þetta hvítvín er auðvitað Chardonnay-vín líkt og önnur hvít Búrgundarvín.

Ljóst, með mildri angan af blómum, sítrusberki og eik. Fágað í allri uppbyggingu, hófstillt og aðlaðandi. Þetta er ekki risabolti en hins vegar afskaplega vel uppbyggt og balanserað vín.

2.599 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.