Það eru asísk áhrif í þessari uppskrift sem sækir margt til taílenska eldhússins. Hægt er að nota hvort sem er beinlausar bringur eða læri eða heilan kjúkling sem er bútaður niður í bita.
- 2 msk púðursykur
- 2 msk fiskisósa
- 2 msk ólívuolía
- 2 msk sojasósa
- 1 lúka basil, fínsaxað
- 1 lúka kóríander, fínsaxað
- 1 tsk chiliflögur
- 1 tsk mulin kaffir lime lauf
- 4 pressaðir hvítlauksgeirar
Blandið öllu saman í skál og látið kjúklinginn liggja í kryddleginum í að minnsta kosti tvær klukkustundir, helst lengur.
Grillið fyrst á beinum og síðan á óbeinum hita þar til að kjúklingurinn er fulleldaður í gegn. Það er líka hægt að setja bitana í eldfast form og elda í ofni.
Berið fram með hrísgrjónum og salati.
Með þessu ferskt og ungt hvítvín t.d. hið suðurfranska Gerard Betrarnd Chardonnay.