Humar með pasta og lime

Þennan humarrétt er tilvalið að elda úti á pönnu á grilinu þótt auðvitað megi einnig nota eldavélina í þeim tilgangi.

  • Skelflettur humar, ca 20-24 halar
  • 500 pasta, t.d. tagliatella eða papardelle
  • skvetta af hvítvíni

Kryddblanda

  • 1 msk paprika
  • 1 tsk reykt paprika (eða cayenne)
  • 1/2 msk sítrónupipar
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
  • klípa af chiliflögum

Veltið humarhölunum vel upp úr kryddblöndunni

Limesmjör

  • 75 g smjör
  • Safi úr 1 lime
  • Rifinn börkur af 1 lime
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
  • salt og pipar

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Hitið grillið vel og setjið pönnu ofan á grililð. Þegar hún er orðin vel heit er smá ólívuolía sett á pönnuna. Steikið humarhalana. Hellið skvettu af hvítvínið saman við og leysið upp krydd sem kann að hafa fests á pönnunni.

Bætið limesmjörinu saman við og látið bráðna vel. Blandið pastanu saman við á pönnunni. Bragðið til með salti og pipar ef þarf. Setjið pönnuna strax á borðið og berið fram með nýrifnum parmesanosti.

Gott hvítvín með t.d. hið spænska Burgans Albarino.

 

 

Deila.