La Planta 2010

Bodegas Arzuaga er tiltölulega ungt vínhús í einu helsta gæðahéraði Spánar, Ribera del Duero. Það var stofnað árið 1993 af Arzuaga Navarro fjölskyldunni sem keypti ekrur við hlið Vega Sicilia, þektktasta vínhúss Spánar.

Bestu víninin frá Arzuaga eru þung og mikil Ribera-vín í klassískum stíl en fjölskyldan hefur jafnframt sett á markað vínið La Planta sem er Tempranillo í mjög nútímalegum stíl.

Vínið er mjög dökkt, eikin áberandi með vanillu og púðursykri. Kröftugur og massívur sólbetjaávöxtur, nokkuð kryddaður. Vín fyrir bragðmiklar grillsteikur.

2.599 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.