Trivento Golden Reserve Malbec 2009

Þrátt fyrir að Malbec komi frá suðvesturhluta Frakklands tengja flestir þessa ágætu þrúgu núorðið við Argentínu enda er hún að verða eitt helsta flaggskip argentínskra vínhúsa. Hér er eitt af betri vínunum frá Trivento úr Golden Reserve-línunni.

Dökkt ög mikið vín, sultaðar plímur og svartur ávöxtur í nefi, áberandi ristuð eik, kaffi og dökkt súkkulaði. Smá vindlakassi. Kröftugt, kjötmikið, stíft og nokkuð tannískt.  Þetta er hörkuvín, sem hefur gott af því að standa smá stund áður en það er borið fram og jafnvel gott að umhella því hressilega. Vín sem kallar á steik.

2.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.