Aperol Spritz

Aperol Spritz er mjög vinsæll sumardrykkur á Ítalíu en Aperol er ítalskur aperitif framleiddur af sama fyrirtæki og gerir Campari.

  • Aperol
  • Prosecco (eða annað gott, þurrt freyðivin)
  • San Pellegrino sódavatn
  • appelsína til skreytingar

Blandið saman í belgmikið glas, hvort sem er í „on the rockcs“ glasi eða góðu vínglasi á fæti með fullt af klaka. Hin sígildu hlutföll eru 3 (Prosecco), 2 (Aperol) 1 (sódavatn) en það er líka hægt að gera 4,2,1 til að hafa drykkinn mildari. Setjið appelsínusneið með til skreytingar.

Deila.