Grillaður ananas með stjörnuanís og hlynsírópi

 

Grillaður ananas er tilvalinn lokapunktur á grillveislunni. Það tekur enga stund að búa þennan rétt til og hægt er að hafa sneiðarnar tilbúnar með góðum fyrirvara. Munið bara að hreinsa grillið vel eftir kjötið eða fiskinn áður en að eftirrétturinn fer á.

  • Ferskur ananas, niðursneiddur
  • 75 g smjör
  • 2 msk hlynsíróp
  • 1 msk hrásykur
  • 1/2 stjörnunanís, mulinn

Myljið stjörnuanís í morteli og blandið saman við smjör, hrásykur og hlynsíróp. Skerið ananasinn niður og smyrjið kryddsmjörinu á hann. Geymið í ísskáp þar til að þær eru eldaðar. Grlillið sneiðarnar 2-3 mínútur á hvorri hlið og berið fram með góðum vanilluís. Athugið að það er líka hægt að setja sneiðarnar á plötu og grilla í ofninum.

Deila.