Lambakótilettur í grískum kryddlegi með ólífuaioli

Óreganó, sítrónur og ólífur eru mikið notaðar í gríska eldhúsinu og eru uppistaðan í þessari samsetningu sem hentar mjög vel með lambakjöti, ekki síst kótilettum.

Grískur kryddlögur

  • 1 dl ólívuolía
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 msk fljótandi hunang
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
  • væn lúka af fínt söxuðu fersku óreganó
  • salt og pipar

Blandið saman og látið kjötið liggja í kryddleginum í klukkustund að lágmarki.

Ólífuaioli/ ólífumajonnes

  • 2 dl aioli eða gott majonnes
  • 1,5 dl grænar ólívur saxaðar
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 tsk paprikukrydd

Grillið kjötið og berið fram með bökuðum eða grilluðum kartöflubitum, ólífumajonnesi og góðu salati. Með þessu svolítið kröftugt rauðvín, s.s. hið spænska La Planta frá Ribera del Duero.

Deila.