Santero Prosecco Craze

Prosecco er ekki vínhérað líkt og halda mætti heldur þrúga. Prosecco eru framleidd annars vegar í Veneto og hins vegar í Friuli og margir tengja þetta freyðivín við Feneyjar eða kokteilinn Bellini. Prosecco-vínin hafa notið vaxandi vinsælda bæði hér á landi sem í Evrópu og Bandaríkjunum sem mun ódýrari kostur en kampavín fyrir þá sem vilja eftir sem áður alvöru freyðivín.

Santero er umsvifamikill framleiðandi freyðivína í Piedmont og þetta er hinn ágætasti Prosecco, þurr, freyðir vel og þægilega. Ekki karaktermikill frekar en Prosecco yfirleitt en engu að síður þægilegt og milt. Þurrkaðir ávextir í nefi, fyrst og fremst gul epli, smá jörð og ger. Fínn fordrykkur, ískalt.

1.850 krónur. Góð kaup.

Deila.