Franskur 77

French 77 eða Franskur 77 er klassískur kokteill sem raunar er byggir á öðrum eldri sem heitir French 75 og varð til á bar í París árið 1915. Þetta var á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og var drykkurinn talinn jafn áhrifamikill og 75 mm fallbyssann er Frakkar notuðu á vígstöðvunum. Hér er sá franski í útgáfu Daníels Óla Þorlákssonar.

  • 3 cl. Bulldog gin
  • 1c l. Marie Brizard Triple Sec
  • Skvetta sítrónusafi
  • Barskeið flórsykur

Þetta er hrist saman, síað í glas og svo fyllt upp með Valdo Prosecco freyðivíni.

Deila.