Pink Lady er gamall og sígildur drykkur frá byrjun síðustu aldar. Í upprunalegu útgáfunni eru einungis gin, eggjahvíta og grenadine en margir barþjónar hafa síðan leikið sér með þetta konsept síðan. Hér er útgáfa Daníels Óla Þorlákssonar.
- 4 cl. Bulldog Gin
- 1 cl. Marie Brizard Raspberry
- dass sítrónusafi
- flórsykur
Hristið saman með klaka og hellið í Martini-glas.